eina jónsmessu nótt
var að mér sótt
kom þar lítill púki
sem sagðist heita lúki
hann reyndi mín að freista
og kveikti í mér vonar neista
margt hann bauð
svo græðgin sauð
demanta hann rétti mér
og glotti með sjálfum sér
mikið gull
og ýmist sull
sem átti að heita vín
en liktaði eins og svín
einnig reyndi hann silfur
ég óttaðist mest kylfur
löng og beitt spjót
og púka með grjót
ég sá vopnin í móðu
áfram þarna þeir stóðu
og báðu mig að koma með góðu
áfram ég sat
og reif á buxurnar gat
við það eitt
að segja ekki neitt
í tungu mína bíta
og ekki á þá líta
ég var orðin svöng
og heyrði frá þeim söng
þeir sungu um mat
og komu með fat
fyllt af ýmsu fæði
vel merkt fyrir gæði
ég höndina fram rétti
en svo hana niður setti
loksins heyrðist haninn gala
og fólk að tala
ég heyrði hurðina skella
svo ég ákvða hann að fella
á hans eigin bragði
svo ég sagði
af ofboðslegri þrá
vil ég allt þetta fá
allt þetta skal ég þyggja
og höllina skaltu byggja
bara ef þú ferð aftur heim
og heldur mér til heiðurs mikið geim
svo kom mamma mín
bað mig að koma heim til sín
og ég FEISTAÐIST og fór heim.
G