Hvernig átti ég að geta þetta,
þegar þú varst alltaf á mig að skvetta
lítt fögrum orðum.
ekkert var eins og forðum.

við hvort annað vorum vön að tala
og þorsta okkar svala,
við kúrðum undir stórri sæng
og yfir hvort öðru, héldum verndarvæng.

ég elskaði þig
og þú elskaðir mig,
saman áttum framtíðar draum
sem flæddi fram í stríðum straum.

en svo fór þetta svona
á milli okkar kom önnur kona,
sem var stór vandi
og sleit okkar sambandi.

þó við séum ekki lengur saman
þá þarf ekki, hætta að vera gaman.
getum við ekki bara verið vinir
þó svo þú enn mér unir.

sem “vinur” komst þú illa fram við mig
og á endanum missti ég þig
á hjarta mitt kom örlítil rifa
en ég ætla samt, að halda áfram að lifa.
G