Kæru lesendur.
Höfundur vill taka það fram fyrir þá sem myndu annars svara ljóðinu með athugasemdum um holdafar hans eða niðurlægingu, að ljóðið er alls ekki byggt á eigin reynslu, eða nokkurri reynslu yfir höfuð heldur er það einföld kaldhæðin ádeila á nútímakonur og nútímakarla. Ljóðið er augljóslega ekki mjög vandað, enda ort í flýti og ég hreinlega hef ekki tíma til að skoða það betur. Allar athugasemdir eru þó að venju mjög vel þegnar.
Svekkjandi
Blóðið í æðunum brann
Af bakinu svitinn rann
Hjartað í brjóstinu hamaðist
Höfuðið næstum því lamaðist
Frostið beit mig í framan
Fegurðin er ekkert gaman
En fyrst að þú taldir mig feita
Ég fegin hélt áfram að leita
að aðferð sem árangur bar
og aukakíló burt skar
Kökkurinn bólgnaði í kokinu
Ég kyngdi og hljóp móti rokinu
Vindurinn við það að kæfa mig
Varð að halda áfram að æfa mig.
Loksins var stríðinu lokið
Lokakílóið fokið
Ég féll að fótunum þínum
af fögru leggjunum mínum
Auðmýkt mína þú augum barðir
Um eilífð þú gapandi á mig starðir
Að endingu upphátt þú hlóst:
“Þú ert með of lítil brjóst”
19. nóvember 2002