síðla nætur ráfa um leitandi að svörum
tómleg tillitsemin ávall í heiðri höfð
tæmist öll von af þínum mjúku vörum
spurningar án svara óma allt í kring
hendur fálma í svefni eftir köldu laki
sumir endurskýna ást sína í gylltum hring
aðrir bera þungan kross á sínu bera baki
aðkeypt afþreyingin étur sálina hráa
ælir út skerandi einsemd á vökunóttum
logandi óttinn lifir í hjartanu smáa
lifandi þráin smitar mig skæðum sóttum
“True words are never spoken”