hjá föður dvelur enn um sinn.
Litli hnokkinn minn.
Úr örmum mínum rifinn á braut,
ástin mín stóra, sú örlög hlaut.
Að glíma við slíka þraut.
Vonarneisti þó sál mína skekur
og vondar hugsanir burtu rekur.
Trúin, sem dóttir mín vekur.
Því góður Guð á mennina lítur,
gætir að sálum og vonum sem þrýtur.
Blessun hans, hjartað hlýtur.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.