já…þú getur alveg lært að semja ljóð, meira að segja getur þú alveg lært að semja góð ljóð. EN reyndu að passa málfarið, í alvöru talað. Það eru stafsetningavillur í textanum sem jafnvel ég, útsendari stafsetningavilludjöfulsins og martröð allra stafsetningarkennara kem auga á. Ef þú ert lesblind (þetta á ekki að vera móðgun) láttu þá prófarkarlesa ljóðin áður en þú gefur þau út, eða flaggar þeim á stórri vefsíðu eins og huga. Og svo er það málfræðin:
Fyrsta línan: hvað þíðir hún, ég bara átta mig ekki á henni, en ég sé að í henni eru málvillur.
þriðja lína: Ef hægt er að ná leikjum (sem ég stórefa) þá útlegðist það: mörgum fyndnum leikjum.
Annað erindi er síðan allt mjög óljóst en mér skilst að þar sért þú afskaplega ástfangin. Það gæti komist mun betur til skila ef ekki væri fyrir svæsnar málvillur. Og að lokum má nefna að ef þú ætlar að gera ferskeytlur þá væri best að læsra að nota stuðla og höfuðstafi (ef þú kant það þá ekki nú þegar og ef þú kant þá að nota sér það) til þess að skapa áherslur. Bara pínu æfing og þá kemur þetta allt saman. Halltu endilega áfram að semja.