og svörður þreyjar vetrardaga langa.
Er yndi litlum húfuklæddum anga
úti við, að hnoða kaldan snjóinn.
Koma svo inn og kyssa mömmu sína,
kökuilm úr lofti fylla vitin.
Lítil hjörtu klippa rauð á litin,
langa músastiga flétta fína.
Syngja gömul kvæði, sorgum gleyma.
Setja litla skóinn út í glugga.
Með bros á vör, svo leggjast hrein í ból.
Í djúpum svefni englakríli dreyma,
dapra þanka, alla kann að hugga:
Jafnan aftur koma blessuð jólin.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.