Þegar hvín í kára.
Þegar hvín í kára
þá hópast huldumenn,
hér hafa verið til ára
haldast vart um senn.
Fallið er að vetri
þá fer fólkið burt
fjöllin reynast betri
þegar flýja á Surt.
Drepið hefur marga álfa
borðað með bestu lyst
hesta, kindur og kálfa
þetta allt hefur hann rist.
Hann býr neðst í dalnum
og sækir í álfa bæ
margir falla í valnum,
liggja sem hræ.
Um sumarið hann sefur
því hatar sól í hjarta
svo hann sig í helli grefur
og dreymir drauma svarta.
Vaknar við sumars lok
vetur tekinn er við
og loks komið rok,
“þetta var nú leiðinleg bið”.
Ætlar út að borða
en sér hvergi lifandi sál,
verður brátt hungur morða
svo roðnar sem bál.
Heldur upp til fjalla
til að huldumenn finna
þegar degi fer að halla
þá hefur hann enn minna.
Rennur á lykt sem refur
reynir að nálgast þá
í höndum sínum hefur
hníf og flugbeittan ljá.
Sér mikið tjaldstæði
og verður argur
en sér samt fæði
svífur að sem vargur.
Heggur í allar áttir
og margir álfar falla
aldrei komast á sáttir
hann hefur drepið þá alla.
Borðar eins og getur,
blóðið rennur niður,
blessar þennan vetur
sem er trölla siður.
Áður en lant er um liðið
þá burt hann þrammar
áður en langt er biðið
þá koma hrægammar.
Nú hann ætlar að sofa
og vakna seint,
undirheimar hann lofa
því er ekki leynt.
Svo vaknar hann næsta vetur
vonar að geti drepið að vana
en dauðinn hefur betur
því hann varð öllum að bana.
Takk fyrir.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."