Ég hélt á anda lífsins-stóð einn á báti
enginn til hjálpar
hvernig gat eitthvað svona gott horfið svo snöggt?
stundum þróast lífið svona
guð gefur-guð tekur
gamanið fer eftir hans gjörðum
draumar í vaskinn farnir-fórnin er færð
fegurðin afstæð á sorgarstund sem þessari
hve margir hafa komið, farið, gleymdir, grafnir
guð refsar engum,þetta er bara móðir náttúra
hringrás lífsins-hamingjan er hálf
hálf á við annara sorgir…
Lífið er stutt, sýnist jafnvel styttra á svona stund
sjaldan verður sorgin meiri..
bráðkvaddur fjölskyldumeðlimur- tárin endalaus..
en stríðið heldur áfram-lífið heldur áfram…..

Minningar eru allt sem ég á
ég græt í sorg minni
yfir lífstíð þinni
sem er senn á enda
nú er himinn þín lenda
þessi skilaboð ég vil þér senda
þú veist að ég elskaði þig
meira en allt annað
þú að deyja; ég hélt að það væri bannað
ég varð að fá það vel sannað
ég sakna þín
ég er á hnédýpt í sorgum
hvað ég ég gert, hvað get ég sagt?
nema ÉG SAKNA ÞÍN