Til dæmis um hversu mikill hugafíkill ég er þá samdi ég “níðvísu” um tölvuna mína þegar það var eitthvað að netinu hjá mér og ég komst ekki inn á huga. Mig langar að sýna ykkur það, en það er samt ekkert sérlega flott!
Hér kemur það.
Töturleg er tölvan mín,
ef tölvu skildi kalla.
Heldur skal ég horfa á Sýn
en hóta henni eða skjalla.
Hún er svo hæg og ömurleg
og ætlar mig að buga.
Hún er hreint óútreiknanleg,
ég kemst ekki inn á Huga!
Ég sakna gömlu stundanna
er “sörvuðum” við saman.
En horfið nú allt er í hundana
og hætt að vera gaman.
Mig langar til að lemja hana
og láta höggin dynja.
Henda henni á haugana
en hirða mús til minja.
Hún skilur aldrei hvað ég vil,
né heldur hvert skal halda.
Hún farið getur fjandans til,
í friði um aldir alda.
En geta má að ég var einstaklega reið þarna og nú er allt í lagi með tölvuna.
Takk fyrir
rectum