Fljótið rennur í gegn um mig
Skolar burt úrgangi
sem safnast fyrir
og stíflar mig
Á vorin flýtur það yfir bakka sína
og reynir að gleypa
allt og alla
En sólin og fuglarnir
syngja svo dátt
að fljótið skammast sín
og rennur til hafs á ný.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.