stynur upp gleymda tóna liðins sumars
þegar yndisfögur ástin óx úr grasi
sáði fagurgrænni hlýju yfir fólkið í kring
haustið knýr þá vitru til að grafa sig niður
í volgri jörðu kúra þeir heppnu saman
eiga saman öfundsverð jól með ánægju út að eyrum
ég reika um ofanjarðar ráðvilltur nakinn
leitandi að ástæðu frosinna tára
blár af kulda leita að fokheldu skjóli
meðan kuldaboli blæs á mig kaldri kveðju
“True words are never spoken”