á engi
horfi upp
til þín
loka augunum
og finn fyrir þér,
kossar þínir
falla á andlit mitt
líkt og regnið
snertir mig,
vindurinn ýfir hár mitt
er þú rennir fingrunum
í gegnum það,
grasið leikur blíðlega við mig
er þú elskar mig
sólin brýst fram fyrir skýin
þegar ég horfi á þig
bara vegna þess
að ég elska þig.
G