leiktu við lækinn og blómin
boðaðu blíðu mér einni
alein við unnumst saman
Farðu svo fljótur í burtu
banaðu blæðandi sálu
segðu að sumarið víki
varlega á vængjum burt svífi
Eigðu þér ágæta æfi
undrastu ástina mína
mundu mig, lækinn og blómin
bænir og blæðandi hjarta.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.