Með trega í hjarta held ég af stað
ferðast um táradalinn.
Leiðinn liggur í himnannahlað
þar sem hamingjan liggur falin.

Ég fer gegnum skóginn sem öskrar á mig
reynir sál mína að fanga.
Hann vill að ég óttist og hræðist sig
sína ísköldu stirnuðu anga.

Ég er yfir ánna sem geymir heimsins tár
þar sem sorgmæddar sálir synda.
Hún geymir brostnar vonir og þrár
og hjörtu sem þarf að kynda.

Ég geng yfir sandinn sem hylur það ljóta
sem heimurinn hefur að geyma.
Hann reynir í sál mína illsku að skjóta
frá sálum sem þarna sveima.

Eftir langa för og erfiða göngu
sé ég ljósið sem lýsir skærast.
Sál mín fagnar að göngunni löngu
senn lýkur, nær ég mun færast.

Ég er komin á enda og uppgefin er,
er ég banka á himnahliðið.
Loks er ég komin og aldrei ég fer
aftur á jarðarsviðið.

Höf/Dagga