Smá formáli. Þetta litla prósaljóð samdi ég einu sinni fyrir besta vin minn þegar honum leið einu sinni ofboðslega illa, fann engar tilgang í neinu. Honum fannst þetta síðan ekki meika neitt sens en þetta hefur fylgt mér síðan.
EKKI FYRIR ÓÞOLINMÓÐA!

VINUR!

Djöfull er ég fáranlegur!

Óbeinn í baki sit ég og geri það illa. Held stundum of mikið. Geri yfirleitt ekki neitt. Ó hugsanir,fangaverðir aðgerða, athafna. Ég er fangi, fanglsisvörður, sadisti og píslavottur sjálfs míns. Vei þér skynsemi, vei þér innri máttur. Samt sem áður; Án þín dey ég, fer, hverf.

Horfinn týndur inn í mér. Aleinn og enginn bankar. Þankar mínir skapa þig.
Já þig!
Eins og ég skapa þig, fín þína rullu í mínu leikriti, eins get ég afmáð þig, beðið þig um að víkja.

Æji ekki fara!

En hvernig sé ég muninn á milli míns leikrits og þíns leikrits. Munurinn á leikara og leikstjóra er stundum enginn.

Nær enginn, en samt mikill. Svona eins og munurinn á milli regndropa og snjókorns.

Þú ert vinur minn.

Ekkert flóknara en það. Þung orð á litlu blaði.
Ó pennastrik!
Dansið og skapið.

Góði maður og siglutré.

Fyrir þína dýrmætu gjöf skal ég gefa þér eitt.

Sjón á sjálfum þér.

Komdu nær og vertu óhræddur.

Horfðu!!!

Taktu burt alla veraldlega hluti, peninga, farartæki, föt.
Veraldlegu hluti.

Horfðu, horfðu!

Taktu burt alla óveraldlega hluti eins og vini, fjölskyldu, samfélag. Vertu óhræddur!

Horfðu!

STOPP!

Hver er þessi maður? Kannastu við hann. Vertu óhræddur hann gerir þér ekki mein.

Finnst þér hann kannski lítill? En veistu! Hann er stærri en milljón sólir og minni en minnsta atóm.

Stærð, ummál, reglur og lögmál eiga ekki við um hann.

Gefðu honum frelsli. Mátt til að brjótast út.

Láttu tár þín brjótast út.

TÁR

REGNBOGI!

Kæri vinur! Farðu úr fangelsinu, farðu upp á regnbogann.

Regnbogann þinn.

Velkominn í Valhöll!

Hvar hefurðu eginlega verið? Kæri Vinur.

Eiginlega verið!



takk fyrir ef þú hefur komsist í gegnum þetta og endilega komdu með þitt álit!

Krystall