Sæl skáld
Núna fer að líða að ársafmæli ljóð.is og langar okkur að gera e-ð í tilefni af því. Við sem stöndum að ljóð.is erum flestir komnir á þann aldur að við erum ekki með mikil tengsl inní framhaldsskóla landsins, en þaðan langar okkur svolítið til að fá fólk sem er eftirvill með ljóða klúbba/félög/samkundur til að taka þátt í afmælinu okkar sem er 16. nóv.
Það er engin skylda að vera í skóla til að geta hjálpað til við afmælið og að sjálfsögðu þiggjum við vel alla aðstoð sem býðst.
Við sjáum á ljóð.is að mikil gróska er hjá þessum aldurshópi og langar okkur til að gefa þessum hóp tækifæri á að koma fram , sýna sig og sjá aðra og fagna því að okkur tókst það sem enginn hafði trú á í upphafi að gæti gengið, þ.e.a.s. halda úti vef þar sem hver sem er getur skráð inn ljóðin sín. Okkur langar líka til að taka afmælis lesturinn upp og setja á netið og jafnvel ef vel gengur koma eintaki af upplestrinum á Rás2. Þetta er allt spurning um tíma og pínulítið af peningum, við eigum peningana en tími er e-ð sem við erum uppiskroppa með og þessvegna leitum við til ykkar með von um það að það séu einhverjir sjálfboðaliðar sem eru tilbúnir að taka þátt í að skipuleggja gott teiti handa Jónasi, ykkur og ljóð.is
Áhugasamir geta sent póst á info@ljod.is og við svörum öllum fyrirspurnum sem berast.