Minningar, hugarburður, fólkið sem er farið..
ég sit og hugsa um fólkið sem er farið
fólkið sem aldrei aftur kemur
ég sit, lít út í loftið og stari
líkar mér að lifa eða vil ég deyja fremur?
Stundum spyr ég sjálfan mig; til hvers
Skal ég lifa lífinu til mikilheita
eða er lífið langt tímabil til þess
að láta sér líða vel, og láta hugan reika
Dusta rykið af gömlum minningum og glotti
gaman var að lifa í þá daga
áhyggjulaust líf, harla lítill hrotti
enginn helvítis stingur í mínum maga
ég krýp á kné byrja að biðja
boðskapur lífsins er enn ófundinn
hvar liggur lífsins þungamiðja?
liggur hún í framtíðinni eða er það líðandi stundin?
Ég hugsa um alla nákomna, núna hjá Guði
nákvæmlega núna er ég hlaðinn sorgum
ég finn mig flýjandi frá striti og puði
fargandi mínum sorgum…
Ég reyni að gleyma, en minningar er magnaðar
margs skal nú minnast
en þegar ég hugsa um fortíðina, hugsa ég ekki til hagnaðar
heldur vona ég að ég deyji og muni aldrei finnast……