Nístingsköld nótt siglir inn yfir landið,
náfölur skarðmáni í skýjunum fer.
Fjarlægar stjörnur í langnættið lýsa,
lágt kyrjar dimmradda hrímblærinn ljóð.
Skuggaklædd fjöll sofa draumsvefni myrkum,
sveima inn í fornlegan örlagaheim.
Hægt rennur fljótið í freyðandi hafið,
frá íslögðu vatni er stirnir mjög á.
Íshellu djúpt undir einmana bærist
augað er hvarf öllum dögunum frá.
Það gegnum gaddfreðna brynjuna lítur
geigvænan morgun er rís einmitt þá.
Snæviþökkt jörðin og vindurinn skefur
í sporin er vísa á í vatninu ná.