Er að mestu leyti eins og Base(Rec) útgáfan nema hún hefur Enhanced Volume Cell við gasinntakið og stilliskrúfu fyrir hraðan að aftan. Hana má einnig fá í svörtu, rauðu, bláu og krómuðu.
Inferno Base er upgrade frá Field Inferno sem notaðar eru í Kópavogi. Inferno eru merkjararnir sem vellir í Bretlandi nota, bilanatíðni sérstaklega lág og á að þola töluvert mikinn kulda, þó auðvitað sé kolsýra alltaf erfið í kulda. Expansion Chamber ætti þó að bjarga einhverju.
Low Pressure Chamber, einnig kallað High Volume Cell er hólf á merkjaranum sem tekur við gasinu þegar það kemur inn í hann. Þarna bíður það eftir að ýta kúlunni út. Þetta hólf getur lækkað þrýstinginn sem þarf í skotið, meira gas er notað í hverju skoti. Kúlan verður því fyrir minna höggi, en álagið varir þess í stað í lengri tíma. Sagt er að þá sé minni hætta á að kúlan springi við höggið. Svona hólf getur líka virkað sem exp.ch.
Vökvinn fer inn í keilulaga hólfin, þyrlast þar um og þrýstist út um litlu götin og inn aftur í næsta hólf fyrir ofan. Rýmið í hólfunum, hringhreyfingin inni í þeim og það að ýtast í gegnum lítið gat hjálpar allt til við að breyta vökvanum í gas. Þetta er 6 þrepa exp.ch. þannig að hann hefur 6 hólf.
Expansion Chamber er byggður upp af nokkrum keilulaga hólfum og ef fljótandi kolsýra kemur í græjuna er henni þyrlað úr einu í annað upp í gegn. Þannig gufar hún upp og verður að gasi. Þannig verður þrýstingurinn upp í byssunni jafnar, þar með skotkrafturinn. Expansion Chamber er svo gott sem nauðsynlegur ef spila á í minna en 15°C hita
Mikil eftirvænting hefur verið eftir Diabli Matrix, nýja merkjaranum frá Diablo. Hann er lágþrýstur (140-180 psi) og þarf því þrýstireglara, léttan gikk og er frekar ódýr í sínum flokki, ($800 í smásölu í USA).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..