Þetta eru kúlurnar sem atvinnumennirnir nota. Sigurliðin í flestum keppnum NPPL deildarinnar í USA á þessu ári hafa notað Diablo Hellfire. Innihaldið er þyngra en venjulega og sérstaklega slímugt og með sterkum litarefnum svo það sé erfiðara að þurrka litinn af. Skelin er mjög stökk og brotthætt svo þessar kúlur er einungis hægt að nota í rafeindastýrðum byssum með lágþrýstikerfi. Kúlan er “very small” svo hún brotni síður í hlaupinu.