Vá, takk, ég vildi óska að þetta væri satt :)
Það hefði alveg verið sjálfsagt að taka annan leik þar sem við værum á móti sól, en bara málið er, nú hef ég þetta upp eftir dómara sem var á “vakt” á MH mótinu, það hefði verið gjörsamlega tilgangslaust. Við misstum 2-3 eða eitthvað í þá áttina í leiknum á móti ykkur, ef það hefði verið eitthvað tæpt þá hefði klárlega verið annar leikur.
Og varðandi það að við hefðum verið að vinna þarna, hvað með það? Ef eitthvað er, þá hefði verið tekið aðeins harðar á okkur fyrir það, þetta er fagfólk sem að vinnur þarna og stendur ekki í svindli. Endilega nefndu eitt dæmi (fyrir utan það að spila á móti sól, það var líka eðlilegt að við spiluðum gínu meginn í seinasta leiknum, þar sem að við höfðum verið tún meginn í leiknum áður) sem að tekur undir það að það hafi verið eitthvað svindl í gangi.
Bætt við 3. nóvember 2006 - 11:27
P.S, ég held að þú sért ekki í neinni aðstöðu til þess að dæma um það hversu gott liðið er. Ég fullvissa þig um það að þau stóðu öll fyrir sínu.