Menn keppa í svokölluðum “stock” flokki með svona merkjara.
Þá kemur loftið úr 12 gramma kolsýruhylkjum og kúlurnar eru í 20 kúlu rörum sem rennt er inn í rörið sem sést ofan á merkjaranum.
Úr 12 gramma kolsýruhylkinu fást svona 30 - 40 skot, þannig að loftnýtni og góð þrýstireglun er lykilatriði.
Þessum mönnum dugar kúlukassinn í heilt keppnistímabil, og “one shot - one mark” er hugmyndafræðin á bak við hvert skot…
Annað en “accuracy by volume” hjá pro-deildinni í dag sem skjóta heilum kassa í hverjum leik…
Þetta er bara allt annað form á sömu íþrótt…
Tækin eru jafn hugvitssamlega gerð til að gagnast því formi eða þeim reglum sem keppt er eftir, en hafa aðra eiginleika.
kv,
DaXes