Ég skal svara þessu :-)
Ég fór upp í hús þennan tiltektarlaugardag, þó ég gæti ekkert stoppað af fjölskylduástæðum, ætlaði mér bara að hitta menn og spjalla í smá stund. Ég var mættur 13:57, var einn á röltinu með dóttur mína með mér til 14:15 en þá þurfti ég að fara.
Ég mætti svo Jóa á vínrauða Cherokeeinum á leiðinni í bæinn.
Síðan kom ég fyrir kl 18 á þriðjudeginum og frétti þá að yfir 20 manns hefðu komið og aldeilis tekið til hendinni á laugardeginum. Það kom vörubíll á staðinn, greiddur af Reykjanesbæ, til að hirða 10 bílhræ og annað drasl sem átti að henda. Því sem átti að hirða hafði verið komið fyrir inni í húsinu.
Þar var mættur nokkuð góður hópur, þeir sem eru í framboði til stjórnar LiBS og a.m.k. einn úr fráfarandi stjórn og fleiri.
Þar mættu tveir ljósmyndarar frá sitt hvoru bæjarblaðinu í Reykjanesbæ og tóku myndir.
Hópur af mótokrossmönnum var einnig mættur og byrjuðu þeir að taka til dekk og annað af þeirra hluta svæðiðins.
Skipting svæðisins er sú að Motokrossarar eru austan vegar en litboltamenn vestan hans. Þannig eru 150 metrar í krossarana og ekki þörf á að girða svæðið.
Reyna á að fá ruslagám að láni.
Talað var um að gera safe-zone fljótlega.
kv,
Guðmann Bragi