Ég og vinur minn vorum að spá í að fara að stunda þetta æðislega sport.
Gaman að heyra, alltaf skemmtilegt að fá fleiri til að spila með.
Ég var að spá í hvað þetta kostar (með búnaði og öllu)
Byrjendapakkinn minn kostaði rúmlega 100 þús. kr. en það er auðvelt að spara mun meira en ég gerði.
Eftir að þú ert kominn með búnað eru félagsgjöld, kaup á kúlum þegar að við spilum úti og leigugjald á húsnæði fyrir innanhúsæfingar á veturna.
og hvort það væri hægt að mæta á eina æfingu bara til þess að prufa án þess að þurfa að kaupa merkjara.
Það er minnsta mál í heimi. Það vill bara svo til að einmitt núna eru ekki reglulegar æfingar þannig einhver þyrfti að láta þig vita hérna hvenær næsta helgaræfing er.
Og að lokun, hvar er þetta staðsett? :D
Völlur LBFH er staðsettur í Hafnafirði ekki svo langt í burtu frá álverinu. Á veturna hefur það tíðkast að vera í Sporthúsinu.
takk
Og þakka þér sömuleiðis fyrir að sína þessu frábæra sporti áhuga. Endilega spurðu hér ef að þú ert með fleiri spurningar.