Merkjari er “byssan” í rauninni. Merkjari er notað yfir orðið “byssa” til að skilgreina þetta frá skotvopnum.
Sbr. að í Bandaríkjunum og annarstaðar eru merkjarar einmitt kallaðir Paintball “Marker”.
Fyrir utan merkjara þarftu grímu, “Hopper” (það sem að kemur málningunni þinni ofan í merkjarann svo að þú getir skotið), HPA (High-Pressure air) kút og svo annan búnað, þá helst belti.
Áður en að þú stekkur inn í þetta sport legg ég til að þú kannir aðeins hvað þú ert að fara út í, lestu meðal annars greinarnar frá “Myndarlegur”, þær eru mjög fróðlegar.
Fyrir utan það ættirðu að kíkja á rásina hjá “paintballtechpb” á youtube og svo síðuna sjálfa, www.techpb.com, þú finnur út að þetta er svo miklu meira en þú heldur.