Ég held að sanngjarnt viðmið sé að borga það sama í aðgang að ReBall og maður myndi nota í kúlur annars.
Fyrir mig, ef það væri góður útivöllur í boði, eins og LBFH völlurinn á mikla möguleika á að verða, þá myndi ég mæta mest svona 2. í viku, líklegast samt bara aðra hvora viku, svona oftast nær, og spara kúlurnar.. þannig að það er líklegt að kassinn myndi duga mér 2 - 3 skipti, eða um það bil 1 mánuð….
…eða kannski myndi ég fara með 1 1/2 kassa á mánuði, eða um 7 - 10 þús á mánuði í kúlur
Eða um 3 þúsund kr skiptið.
ReBall ætti að vera ódýrara en venjulegar kúlur, en góð aðstaða innandyra er þess virði að borga fyrir og þar með hækka kostnaðinn upp í svipað og maður væri annars að eyða í venjulegt paintball.
Ég held að það sé ekki grundvöllur fyrir ReBall sem kostar menn meira en sú spilamennska sem menn vildu spila utandyra, væri góður utandyravöllur í boði.
Ég myndi kannski kaupa 5 skipta kort á 15 þús… nota svo kortið eins hratt og ég hefði efni á að eyða í paintballið…
kv,
Guðmann Bragi