Merkjarinn er í eigu litboltafélagsins, svona formlega séð.
Menn geyma hann ekki heima hjá sér, en sjá sjálfir um viðhald og taka hann því heim til að þrífa og smyrja og sinna slíku fyrirbyggjandi viðhaldi. Það getur hins vegar tekið dálítið langan tíma að sinna því… :-)
Ég get mælt með Inferno Terminator T3, sérstaklega með þrýstilofti í stað kolsýru, ég á sjálfur slíkan grip og hann dugar mér í alla mína litboltaiðkun. Það er eingöngu græjufíknin sem kallar í eitthvað dýrari grip, ekki þörf á betra tæki.
Það má fylla á kolsýru hjá Eldverki í Borgartúni, Kolsýruhleðslunni á Kársnesinu í Kópavogi og jafnvel víðar, kostnaður er um 380 krónur á fyllinguna. Fyrirtækið Prófun, sem er staðsett í sama húsnæði og Kolsýruhleðslan fyllir á þrýstloft fyrir 500 krónur.
Viðhald sérðu sjálfur um ef svo ólíklega skyldi vilja til að hann bilar merkjarinn. Það er mikil þekking á Inferno í landinu, hjá þeim sem hafa unnið í Kópavogi, þannig að þeir ættu að geta hjálpað mikið. En Inferno er mjög einfaldur og varla nokkuð sem getur bilað. Einnig er er hann smíðaður úr mjög góðum málmum og vel til smíðinnar vandað.
Kúlur kosta um 7 eða 9 þúsund og eru 2000 eða 2500 í kassa.
vona að þetta hjálpi.
Ertu annars búinn að lesa FAQ listann ?
En hvað með dómana um Inferno ?
Það er tenglað í bæði héðan af forsíðu litboltaáhugamálsins.
Þú getur sent mér póst á paintball@simnet.is ef það er eitthvað sem þú vilt ræða beint við mig.
kv,
DaXes
Ég er sammála Daxes að flestu leyti… þrýstiloft frekar en kolsýra, T3 fín fyrir byrjendur, allt rétt þar.
Það sem er rangt hjá honum er að græjufíknin kalli á dýrari grip en T3. Það er margt sem kallar á dýrari grip. Það að geta skotið hraðar, nákvæmar, notað minna loft við sama kúlu fjölda, hljóðlátari merkjarar, stöðugri, bila minna og fleira mætti telja til áður en græjufíkn er nefnd á nafn.
;-)
Síðan skemmir ekki að vera með flottasta merkjarann.
Later,
Xavie
0
Enda var ég bara að tala um sjálfan mig, T3 dugar mér fyrir mína litboltaiðkun….en það fer allt eftir einstaklingnum eins og annað.
En óháð því þá er T3 mjög góður merkjari fyrir byrjendur sem getur dugað til framtíðar, eins og í mínu tilfelli. (Þó ég hafi nú augun á Autococker 2002.)
kv,
DaXes
0
AUTO SMOKER SKÍTA COCKER!!!!!
SHOKER FOKKER ER MÁLIÐ!!!! ;)
A-HAAAA!!!!!
0
Hmmm… jæja… bilaður Shocker eða Autococker sem er í lagi?
Ég hef nú tekið eftir því að þið frændurnir hafið verið í bölvuðum vandræðum með þessa Shockera ykkar í miðjum leik á mótum. Aldrei hef ég séð Autococker vera að bila þannig.
Later…
Xavie
0
HEY HEY!!!
Það verður nú að nota merkjaran til að han geti bilað!!!
Og miðað við að þú ert alltaf útaf velinum “málaður” og notar ekki merkjarann, þá bilar hann minna ekki satt.(og bíddu bara þegar cokerin klikar þá klikar hann feit ég hef séð það gerast!)
Og ekki bland saman mér og Enok í þessum málum. Hann er búin að vera í vandeæðum og ég veit ekki afhverju. En mínn klikar ekki!!!
sveinbjorn.
0