Ef við ætlum að stefna á það að æfa oftar þá er ég að spá hvar þið fyllið á kafarakútana ykkar. Ég tími nefnilega ekki að borga 2000 kr fyrir hverja fyllingu hjá Prófun því ársgjald hjá Sportkafarafélaginu er 9500 kr.
Fór að velta því fyrir mér hvort það væri ekki sniðugt að borga allir saman í eitt ársgjald, og þá má sá sem verður skráður í félagið fyllt á 20 kúta á mánuði!
http://www.kofun.is/index.php?option=com_content&task=view&id=144&Itemid=89
- Skemmtilegur félagskapur og nóg að fólki til að kafa með, fjölmargir félagar með mikla reynslu og þekkingu á köfun sem eru ávalt tilbúnir að miðla af brunni sínum.
- Félagar í SKFÍ fá fría fyllingu á loftkúta sína að hámarki 20 í mánuði eða 10 Nitrox fyllingar í hverjum mánuði. Umframfyllingar eru 250kr fyrir loft og 500kr fyrir Nitrox.
- SKFÍ niðurgreiðir félagsferðir þ.m.t. gistingu og bátaleigur fyrir félagsmenn allt að 60-70%
- Félagar í SKFÍ geta leigt húsnæði SKFÍ á 50% afslætti.
- Félagar í SKFÍ fá aðgang að innraneti kofun.is, svo sem spjallsvæðum og póstkerfi