Allt of lítið er búið að gerast undanfarið í sambandi við litbolta hérna á klakanum svo nú verður haldinn fundur þar sem allt frá himins til helvítis verður rætt í sambandi við Litboltafélag Hafnarfjarðar!
DAGSETNING: SUNNUDAGURINN 28 september (Næsta Sunnudag)
Fundurinn verður haldinn á sama stað og seinast (FRIDAYS í smáralind)
Tímasetning: Það fer eftir ykkur, við verðum að halda fundinn áður en Fridays lokar.
Kosning: kl 13:00, kl 15:00, kl 17:00, kl 19:00 (líklegast mest að gera..), kl 20:00 ?
Verður þar farið í að skipa nefndir LBFH í eftirfarandi stöður:
* Gjaldkeri / Innkaupastjóri
* Vallarnefnd
* Skipulagsnefnd
* Margmiðlunarnefnd/stjóri
- Gjaldkeri/innkaupastjóri Segjir sig sjálft.
- Vallarnefnd mun sjá um að gera nýja völlinn okkar upp, smíði á byrgjum og allt sem tengist vellinum.
- Skipulagsnefnd sér um að skipuleggja mót, spil, æfingar, tala við íþróttahús í sambandi við leigu á innanhúsvelli fyrir Re-ball og allt sem tengist skipulagningu.
- Margmiðlunarnefnd/stjóri sér um að koma upp flottri LBFH heimasíðu, sjá um hana og stjórna, hönnun á auglýsingum (mynd og video hönnun) og allt sem tengist margmiðlun.
Endilega látið vita hvort þið komist og hvenær væri hentugast að mæta.
—-> Þeir byrjendur eða áhugamenn sem ekki eru í LBFH og/eða langar að skrá sig í félagið. Það verður umsóknareyðublað á staðnum <—–
okay?… einn.. tveir.. oog commenta!
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi