Sælir/ar,

Ég veit ekki margt um reglugerðir og slíkt svo ekki brenna mig á báli yfir fáfræði í þann garð.

Staðan er þannig að við fórum frekar stór hópur hér fyrir austan í paintball í sumar og höfum einfaldlega mjög gaman að því og það kveikti um áhuga hjá frekar mörgum af okkur á íþróttinni, en staðan er sú að allar síður um litbolta (nema þessi) eru out of date. Ég googleaði þetta og síðustu færslur eru frá ‘02 og ’03.

Mig vantar t.d. að vita hvort við gætum skráð okkur í litboltafélag fyrir sunnan fengið þá til að kaupa byssur og slíkt fyrir okkur? Við vorum nenfilega að pæla í að taka þátt í menntaskólamótinum sem á að vera í vetur en við eigum engan búnað og erum nokkurnveginn út við vegg við að redda okkur honum.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir hvernig væri gott að leysa þetta mál eða hjálpa og/eða fræða mig frekar um hvernig þetta allt virkar þá væri það vel þegið ef þið mynduð commenta hér neðar.

Takk.
extrn!