10 ár af áhuga og 7 ár af ástundun skila sínu :-)
Þessi kútur er fínn. Og Crossfire regulatorinn er með þeim allra bestu. Í hausnum á kútnum er sem sagt regulatorinn sem kúturinn heitir eftir. Þessi regulator tekur 4500 punda þrýstinginn í kútnum og skilar út 850 pundum.
Max-Flow er líka regulator. Hann tekur þá 850 pundin frá kútnum og lækkar í eitthvað annað.
Hann er því óþarfi ef merkjarinn notar 850 pund, eða ef merkjarinn er með sinn eigin regulator.
Hins vegar get ég alveg tekið undir að Max-Flow eru ansi góðir regulatorar og ef það hentar getur þú skipt út regulatornum sem fylgir með merkjaranum fyrir Max-Flow.
Bætt við 26. ágúst 2008 - 09:15 Bætt við :
Crossfire kútarnir eru líka til með Low-Pressure output regulator. Hann skilar þá 450 pundum út.
Þú þekkir þá með blárri rönd á hausnum.
High-Pressure output eru með rauðri rönd.
Sjá :
http://www.actionvillage.com/is-bin/INTERSHOP.enfinity/eCS/Store/en/-/USD/DisplayProductInformation-Start;sid=VPLMy1SKP4jM2Bw5nNQMY15e3UMvA9U7Vyc=?ProductID=ctPAqArb4jMAAAEXDrhxByKDÞað heftir loftflæðið að vera með marga regulatora.
Það þarf því aðeins að spá í hvað hentar þeim merkjara sem þú ætlar að fá þér. Og ef þú ætlar að breyta honum eitthvað - hvernig það verður best gert til að breytingin skili bætingu í afköstum, loftnýtingu og svo framvegis.
Flestir merkjarar í dag koma úr kassanum tilbúnir fyrir high pressure output kút.