Það er sérstaklega tekið fram í reglugerðinni að :
Kúlur í merkibyssur, sem samanstanda af gelatínhúð o.fl. og innihalda litarefni, eru ekki háðar ákvæðum vopnalaga.
Reglur vopnalaga taka ekki til hleðslukúta og -hylkja sem framleidd eru sérstaklega fyrir litmerkibyssur.
En þrátt fyrir þetta hefur tollurinn tekið upp á því að hugsa sem svo að einungis litboltafélög með rekstrarleyfi hafi þurfi kúlur og því megi einungis félög flytja inn kúlur.
Tank, hopper, grímu og allt það getur þú flutt inn og á að vera í lagi.
Til að það sé ekki í lagi þarf hluturinn að vera partur af merkjaranum sjálfum. T.d. er ekki í lagi að panta hlaup, gikk, grip og svo framvegis.
Hins vegar hef ég pantað mér gormasett, þéttihringi, bolta og ventla og allt farið í gegn, enda ekki augljóst að um merkjarapart sé að ræða.