Góðan og blessaðan.
Ég er bara rétt að velta fyrir mér hvernig fólki lýst á það að gera okkar besta við að draga stórar umræður um litbolta yfir á annan miðil sem er sérstaklega settur upp fyrir litbolta umræður *hóst*. Af því sem mér finnst er sá vetvangur mun betri til þess að skipuleggja þennan hóp sem heitir litboltasamfélagið.
Hugi er ágætis staður til þess að hafa basic upplýsingar og til þess að svara spurningum en er alveg ótrúlega takmarkað tól ef maður á að fylgjast með einhverjum umræðum og halda þeim gangandi.
Gott dæmi um það er Paintfest sem núna er á sínum öðrum þræði einungis vegna þess að hinn er týndur einhverstaðar niðri.
hinn miðillinn gefur okkur tækifæri til þess að sjá hvað við erum margir, skráð nöfn og félögin og fleirra sem viðkemur íþróttini. Þannig að komum okkur í þetta sköpum dálítið lifandi samfélag þar sem við getum tekið þetta litla sport hérna á íslandi kannski einu skrefi lengra, út úr vinahópnum.
Bestu kveðjur
Gunnar Örn
Bætt við 16. október 2007 - 21:16
Vegna misskilnings sem kom upp þá á ég við litbolti.com með öðrum stað