Ein taktík sem dugaði mér lengi… Inferno T3 vs. Shockers og Impulse…
er að skjóta tvisvar en aldrei oftar nema maður væri með manninn í algeru færi.
Merkjarar eru ónákvæmir, kúlurnar dreifast, þannig að tvær kúlur hafa betri líkur á að hitta það sem þú miðar á en ein.
Það tekur ekki það lengri að skjóta tveimur en einni kúlu þegar maður kíkir út úr byrginu að það skipti máli.
Tvær kúlur eru líka alltaf í rörinu frá hopper ofan í merkjara, þannig að ef maður er ekki með mótorhopper þá lendir maður ekki í kúlustoppi með hættu á að klippa kúlu með boltanum.
Tvær hvellir og tvær kúlur sem lenda á byrginu halda manninum betur niðri en ein.
Það er hægt að spila heilan leik á 180 kúlum (fullum hopper) ef maður vandar sig.