A-5 er örugglega eðal græja í scenario play.
Hún er byggð á Tippmann m98 merkjaranum sem algerlega ódrepandi og heldur áfram að virka eftir að hafa verið dregin þversum í gegnum drullupoll.
Þá á ég við að hönnunin er sú sama á A-5 og m98, inline front bolt, powertube, rear bolt og valve og link arm á milli. (Á sama hátt eru Inferno, allir Spyderar, Viewloader Genesis og fleiri slíkar allar eins, því þær eru allar “stacked tube blowback” í hönnun valve, hammer og bolt.)
Munurinn er að A-5 er með aukabúnað sem notar loft úr skotferlinu til að knýja fæðingu á kúlum inn í breech í takt við skotin.
A-5 er löng. Hún er frekar þung og er ekki í jafnvægi miðað við “tournament” merkjara. Loaderinn er framarlega þannig þegar maður sveiflar henni er maður að hreyfa og halda uppi þyngdinni af kúlunum. Þetta veldur því að það er erfiðara að ná og halda snöggu og nákvæmu miði, sérstaklega þegar maður sjálfur er á spretti og skotmarkið er það líka.
Við sem erum að æfa litbolta erum að spila Tournament litbolta, ekki scenario. Við höfum reynt að spila scenario, en það er hvergi til aðstaða til þess og við gefumst upp á scenario og förum aftur í tournament.
A-5, þó það sé góður merkjari í sjálfu sér, er ekki rétta verkfærið í þann litbolta sem er spilaður hér.