Hvað eru mörg litboltafélög til hérna? sem eru orðin lögleg eða á leiðinni að verða lögleg. Eru það ekki bara Litboltafélag Suðurnesja, Litboltafélag Austurlands og Litboltafélag Reykjavíkur?
Litboltafélagið celox (LBFC) er á leiðinni. Þetta verður lítið félag á höfuðborgarsvæðinu og er aðalmarkmiðið að hafa íþróttina eins ódýra (en auðvitað örugga og allt það) og mögulegt er. Óformleg stefna félagsins er að allir félagar þekkist og að félagið verði það lítið að hægt sé að hafa geymsluaðstöðu félagsins í heimahúsi hjá einhverjum. Það sparar slatta í húsaleigu á ári. Svo eru engin vafaatriði með verð á byssum þegar einstaklingar mega loks eiga þær.
Það er spurning hvort ekki komi fram fleiri svona lítil félög? T.d. gæti eitt klan verið með sitt eigið félag.
Það væri örugglega sniðugra að hafa svona lítil félög bara sem clön innan stærri félagana. ég og vinir mínir erum að stofna clan en við erum allir meðlimir í LiBS og ætlum bara að vera clan innan félagsins. Það væri örugglega mikllu sniðugra með það í huga að ef það verða mót þá eru nokkur clön kanski frá hverju félagi sem eru að keppa …
Við hugsuðum okkur þetta einnig svona þegar við stofnuðum LiBS, þar sem það er ekki hlaupið að því að gera svona félag löglegt þá er lang sniðugast að vera með klön innan félaga.
Þegar LBFR gaf út verðlistann sinn þá fór ég að athuga þetta. Það kostaði aðeins minna fyrir mig að kaupa sjálfur eina byssu (Model98) en að panta hana í gegnum LBFR (Ég veit að þeir eru hættir við pöntunina). LBFR gekk ansi illa að fá fólk til þess að borga félagsgjöld til að geta fest sér leiguhúsnæði. Því var greinilegt að félagsgjöldin færu ekki í neitt annað en húsaleigu. Kannski gengur betur hjá þeim núna en hvað gerist ef þeir hafa ekki efni á húsaleigu fyrir allt næsta ár? Hvað verður um byssurnar sem eru á nafni félagsins.
En auðvita má ég ekki kaupa mér byssu sem einstaklingur. þá er bara að eyða fimmþúsundkallinum í það að stofna lítið litboltafélag. Sleppa húsaleigunni og eyða frekar peningunum í vallargerð. Svo kemst maður næstum hvenær sem er í byssuna ef hún er geymd hjá vini mans.
Það sem þarf til þess að stofna félag: Fimmþúsundkall í stofngjald Fimm félaga Reglur Stofnfund (heima í stofu) Viðurkennda geymslu.
Auðvitað verður að vinna saman með hinum félögunum. T.d. gætu félög tekið sig saman og byggt völl sem væri líklega opinn öllum en félagsmenn hefðu kannski forgang.
P.S. Hvernig gengur að fá fólk til þess að borga núna eftir að félagsmenn fá afslátt?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..