Svona til að fyrirbyggja allan misskilning, þá höfum ég eða aðrir í litboltafélaginu ekkert á móti Rec-ball né Moto-Cross.
Við allir, eða næstum allir, sem byrjuðum í litbolta upp úr 2000 höfðum fyrirmyndina af rec-ball í USA.
Síðan þegar við byrjum að stunda þetta, læra betur á sportið, reynum að keppa í liðum hver við annan, þá sjáum við að það er ekki hægt að stunda rec-ball, þannig að það sé skemmtilegt.
Það vantar nokkra hektara af góðum skógi,
með brekkum, moldarbörðum, föllnum trjábolum, runnagróðri og öllu tilheyrandi.
Eða þá landsvæði þar sem nógu slétt til að hægt sé að hlaupa á því, en samt nógu mishæðótt til að hægt sé að laumast.
Eða þá nokkra þúsund fermetra af húsnæði með stórum herbergjum, stigum, göngum með röðum af minni herbergjum og mörgum leiðum milli herbergja, hæða og svo framvegis.
Við hefðum allir, held ég, eða næstum allir mjög gaman af því að komast í góðan rec-ball leik, ef það væri einhvers staðar hægt að spila hann.
Bætt við 8. júní 2007 - 16:30
Síðan breytist fyrirmyndin úr rec-ball yfir í speedball því þar sjáum við íþróttina þróast í keppnissport þar sem liðin keppa á skipulögðum völlum, skipulögðum þannig að bæði lið hafa jafna aðstöðu.
Við sjáum að við getum búið til slíka velli, t.d. utan við Húsið og haft mun meira gaman af, en að reyna að spila rec-ball utan um og inni í Húsinu, þar sem annað liðið var alltaf í betri aðstöðu til sóknar og varna.