sæll/ir
þú skráir þig í félagið bara á netinu ég man nú reyndar ekki hvar en hann “Daxes” getur væntanlega svarað því
en það sem þið þurfið að ákveða er hvernig paintball þið viljið spila?
það eru 2 tegundir sem koma til greina annars vegar Recball og hins vegar speedball og það síðarnefnda er töluvert vinsælara hérna heima
ef þið skiljið ekki munin þá er recball þessi dæmigerði hermanna leikur þar sem menn eru í felubúningum og gera “mission” og þessháttar i recball eru leikirnir oftast langir og oft óspennandi þar sem það er ekki alltaf verið að “berjast” og merkjararnir eru oft nákvæmir en ekki hraðvirkir
speedball hins vegar er keppnis paintball og byggist á samvinnu liðs til þess að merkja andstæðinga út á litlum velli og ná fána óvinarins og koma honum til baka í speedball eru stuttir, hraðir leikir mikill spenna og mikið adrenalín merkjararnir eru léttir nettir og hraðvirkir og mikið hægt að breyta þeim
ef þið ætlið að spila recball ætti tippmann að henta vel þar sem sá merkjari er þekktur fyrir endingu og lága bilanatíðni en hann hinsvegar hentar ekki mjög vel f/speed ball þar sem þeir eru klunnalegir þungir og hægvirkir
fyrir speedball viljið þið hinsvegar fá ykkur elektríska merkjara sem eru með double trigger og eru léttir, hraðvirkir og nettir einsog t.d
ion,empire invert,shocker og margir fleiri
kv.
Ch…