Í fyrsta lagi hefur tollurinn tekið þá afstöðu að eingöngu litboltafélög með rekstrarleyfi megi kaupa kúlur, því engir aðrir mega eiga merkjara og nota kúlur.
Í öðru lagi, ertu búinn að hugsa þetta ?
Hvað ertu að fara að kaupa mikið ?
Hver kassi af kúlum, 2000 stk, er 7 kíló það kostar skildinginn að fá það sent í hraðsendingu.
Ef ég fer á heimasíðu bandaríska póstsins og athuga hvað það kostar að fá 7 kg sendingu með hraði til Íslands, www.usps.com, þá er það um 70 dollarar per kassa.
Þar að auki sem langflestar vefverslanir senda ekki út fyrir landið sem þær starfa í, þar sem kúlur eru viðkvæmar og kassarnir skemmast í sendingu sé ekki þeim mun betur farið með þá.
Þetta er eins og að senda eggjabakka í pósti að senda einn kassa.
Það er best að ná sambandi við fyrirtæki sem sérhæfir sig í kúlusölu, eða fá beint samband við söluskrifstofu eða umboðsaðila framleiðandanna.
Það borgar sig síðan ekki að kaupa minna en svona 30 kassa og fá þá senda í lausaflutningi í sjófrakt, á svokölluðum LCL flutningi. Þá borgar maður fyrir hvern rúmmeter á bretti. 50 - 55 kassar eru cirka rúmmeter.