Ég var í beinum persónulegum samskiptum við sölustjóra heildsölu hjá paintball online.
Ég hringdi alltaf í hann vegna hverrar pöntunar og gekk frá þessu beint, maður á mann, síðan sendi ég allar upplýsingar með tölvupósti til að hafa allt skjalfest.
Ég notaði sem sagt aldrei “körfuna” eða vefverslunina, en sendi sölustjóranum beint pöntunina með beiðni um tilboð í þessa pöntun að sendingarkostnaði meðtöldum. Hann gaf til baka verð per hlut og sendingarkostnað fyrir heildarpöntunina.
Það þýddi aðeins lægri verð á nær allar vörur en gefið er upp á heimasíðunni og mun lægri sendingarkostnað en innkaupakerfið á heimasíðunni segir til um. Mun lægri en Action Village bauð á þeim tíma t.d.
Gallinn við Paintball Online er úrvalið, það er ekki mikið og sérstaklega ekki á semi-pro og provörum. Þeir eru meira að stíla inn á rec markaðinn.
Ég var samt að fara yfir síðuna þeirra nýlega og þeir eru orðnir skárri en þeir voru, þó úrvalið hjá Action Village sé mun meira.