Ótrúlegt en satt þá kemur þetta nákvæmlega fram í reglunum um litbolta
http://paintball.simnet.is/reglugerd-um-litbolta.html 7. gr.
Viðurkenning félagsFélag sem hefur litboltaleik með litmerkibyssum að markmiði skal leita leyfis ríkislögreglustjórans. Til að öðlast slíkt leyfi skal félagið uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Vera stofnað á sérstökum stofnfundi og skráð hjá Hagstofu Íslands.
2. Hafa skipulagsbundna stjórn og tilgreindan ábyrgðarmann með skotvopnaleyfi.
3. Hafa félagslög.
4. Hafa skráðar leikreglur.
5. Hafa aðgang að viðurkenndri geymslu fyrir tæki í eigu félagsins.
8. gr.
Geymslu-og leiksvæðiVarsla á litmerkibyssum og litboltum í þær skal vera í húsnæði búnu þjófavörn viðurkenndu af lögreglustjóra og skulu merkibyssur og litboltar aðskilin í læstum hirslum.
Lögreglustjórar geta veitt viðurkenndum félögum leyfi fyrir leiksvæðum, að fenginni umsögn sveitarstjórnar. Ekki má leyfa leiksvæði nema ytri mörk vallar séu í a.m.k. 150 metra fjarlægð frá næstu umferðargötu og ekki á opnum útivistarsvæðum. Fjarlægðarmörk má þó stytta, ef völlur er girtur með öryggisneti þannig að tryggt sé að leikurinn trufli ekki umferð.
9. gr.
InnflutningurEnginn má flytja inn litmerkibyssur í atvinnuskyni nema með leyfi ríkislögreglustjórans. Leyfi til að flytja inn litmerkibyssur verður því aðeins gefið út að umsækjandi sé fyrirtæki eða félagasamtök með virðisaukaskattsnúmer og tilgreindan ábyrgðarmann sem hefur skotvopnaleyfi.
Aðeins er heimilt að veita innflutningsleyfi fyrir litmerkibyssum þeim sem hafa starfsleyfi til að versla með skotvopn og skotfæri auk viðurkenndra félaga sem hafa litboltaleik að markmiði.
Einstaklingum er óheimill innflutningur á litmerkibyssum til eigin nota.
Sækja skal um leyfi fyrir hverri sendingu til ríkislögreglustjórans þar sem pöntun er sundurliðuð. Fram þarf að koma nafn innflytjanda, kennitala hans, heimilisfang og símanúmer. Einnig þarf að tilgreina útflytjanda og heimilisfang auk áætlunar um flutningsleið og komudag sendingar.
Óheimilt er að tollafgreiða litmerkibyssu nema innflytjandi leggi fram við tollafgreiðslu innflutningsleyfi ríkislögreglustjórans og áritaðan vörureikning, sem lögreglustjóri hefur samþykkt til innflutnings.