Sælir, ákvað svona að henda inn smá svona fyrirspurn/fróðleik.
Nokkrir sem ég þekki eru að fara að stofna félag, með nákvæmni og skipulagningu sem aðalatriði í leikjaforminu. Þ.e. ákveðin verkefni eða mission sem þarf að leysa eða klára til að ná fram sigri.
Hugmyndin er sú að responce triggers, double trigger og aðrar al-sjálfvirkar lausnir verði ekki heimilaðar innan þessa félags í þeim leikjum sem spilaðir verða þar, og jafnvel takmörkun á kúlufjölda ? (semsagt að maður geti ekki verið með 400 kúlur með 7 mótherja osf.)
Semsagt, skjóta til að hitta en ekki dúndra milljón kúlum út í loftið. Hæfnin hér er sem sagt hversu vel þú hittir, en ekki hversu oft þú getur komið kúlu úr hlaupinu í átt að mótherja (sem einhver hugsanlega hittir)
Þa er víst komið mjög stórt húsnæði til umráða með mörgum felustöðum og endalausum möguleikum til að breyta til og skipuleggja mission.
Hugmyndin, og prófanir hljóða upp á eins og fyrr segir hnitmiðaða leiki, þar sem lið myndi t.d. ætla að yfirtaka bygginguna eða fresla gísl osf.
Hafa einhver félög eða einstaklingar áhuga á svona spili, með þessum takmörkunum sem að ofan ræðir, en um góðan hóp er að ræða, flestir svona 22-30 ára.