Þegar safnað er saman í pantanir eins og litboltadót tefajst hlutir oft.
Ég þekki ekki þessa ákveðnu pöntun, en hér læt ég fylgja alveg týpiskt dæmi um hvernig þetta gat stundum gengið…..
Pöntun auglýst…
Hver og einn segir hvað hann vill. Félagið reiknar út hvað það mun kosta og lætur alla vita.
Seljanda send pöntunin.
Fólk byrjar að borga pöntunina sína.
Einhver skiptir um skoðun og hættir við, eða tekur minni kút, eða bætir einhverju við. Það þarf að láta þann mann vita nýtt verð.
Það þarf að breyta pöntun hjá seljanda…
Úps.. sorrí þessi hlutur er ekki til þó heimasíðan segi það.. Láta þann sem breytti vita.. hann þarf að velja nýjan hlut.
Láta seljanda vita af loka- loka pöntun og pöntunin borguð.
Þegar allt slíkt er klárt geta auðveldlega verið komnar þrjár vikur frá því að sá fyrsti borgaði pöntunina sína.
Svo þegar allt á að vera klart lætur seljandi vita að einhver hlutur sé ekki til.
Svo lætur seljandi kannski vita að einhver hlutur sé ekki til, eða ekki til í þeim lit sem beðið var um. Smá mistök sorrí.
Það þarf að láta þann aðila vita… er hann sáttur við að skipta lit eða allir þurfa að bíða, hann vill ekki skipta um lit… pöntunin bíður
Þá bíður seljandi með að senda pöntunina þangað til allt er komið til hans.
Stundum svíkur framleiðandinn afhendingartíma til seljanda, þetta kemur í næstu viku.. eða hlutir komu ekki til seljanda af réttum litum.
Þá þarf að bíða enn lengur eftir að seljandi fái nýja sendingu frá framleiðanda.
Þá eru kannski komnar fimm - sex vikur frá því að þessi sem hafði engar sérþarfir, lenti ekki í því að hans hlutir klikkuðu, og var svo stundvís að hann borgaði pöntunina sína strax, borgaði fyrir sig.
Pöntunin er lögð af stað… vúuúhúúú…
En þegar hún kemur í tollinn vantaði pappírana í sendinguna…. panik…
Hringja í seljandann, senda tölvupóst… helv. tímamismunur, vinnutími á vesturströnd USA byrjar ekki fyrr en kl 16:00 að okkar tíma.. Senda reikning á faxi plís strax… ertu ekki með fax. hvað með skanna.. geturðu sent pdf…
Seljandi sendi faxið daginn eftir… búið að loka skrifstofu lögreglunnar hér… reikningi reddað, tók samt 3 daga vinnudaga.
Fara með innflutningsheimild og reikning á rétta staði..
Fara í toll..
Ná í dótið…
afhenda…
7 - 8 vikur liðnar frá því að fyrsti borgaði fyrir sig….
bestu kveðjur
Guðmann Bragi