Veit ekki hvernig það er með þessar blessuðu kúlur en hvernig væri það að Litboltafélag Hafnarfjarðar myndi flytja inn kúlur og selja liðsmönnum sinum á 5500kr kassan og láta gróðann renna í sjóð sem væri síðan notaður í uppbyggingu paintball.
Þegar við vorum að vinna i þvi að stofna felag herna a Akureyri þá var ég kominn með deal frá Draxxus um að fá nýjustu kúlurnar sem þeir voru með, frá bretlandi á $33 Blaze og $31 fyrir Midnight.
Þetta gerir kassan á 2.139kr og svona ágiskun á shipping á 1x bretti er svona 40.000 þá er maður líklega safe, 120 kassar á bretti gerir 256.680kr + 40.000 = 296.680kr. Síðan koma skattar og tollar sem eru 24,5% og 10% og gerir þetta þá 406.303kr eða 3.386kr á kassan, segjum 3.500 til að vera safe, þá er hagnaður á kassa 2.000kr sem gerir 240.000kr á brettið.
Veit ekki hvað þið spilið mikið en kanski 1-2 bretti á ári þá er kominn 480.000kr og þá eruði nánast komnir með fyrir Millenium velli. Síðan þegar þið eruð komnir með goða aðstöðu þá bara minkiði álagninguna og þá geta allir spilað meira.
ps. svaraði bara þér Reynir afþví að þú fórst að ræða um vallarmál. =)