Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á paintball.
Aldrei drifið mig, vegna þess að ég hélt að maður þyrfti að vera orðinn 18 ára.
Svo sagði félagi minn mér að hann hefði farið í paintball með pabba sínum og vinnufélugum hans, og það hefði verið SVO gaman, og var að lýsa þessu fyrir mér, og þetta hljómaði svo brjálæðislega gaman :D
Svo vildi svo skemmtilega til að í dag komu félagar mínir að mér og grátbáðu mig um að koma með þeim í paintball, afþví að þeim vantaði einn mann uppá. Ég tók mjög vel í það, sérstaklega þarsem að vetrarfrí er að fara að koma og svona :P og svo fékk ég sms svona 4 tímum seinna þann dag, og þá var það nóatún mos. (ég vinn þar) sem að er verið að loka, og þá verður haldið lokapartý, og farið í paintball :D EN svo fór ég inná www.litbolti.is og þar stóð að það mætti ekki afhenda neinum undir 15 ára litboltabyssu. Ég er fæddur 1992, og er 14 ára. Get ég þá ekki farið, þótt að ég sé með skriflegt leyfi frá foreldrum, og jafnvel með einhverjum fullorðnum?
Svo annað, í sambandi við merkjarana, hvað er þetta að kosta? Er eitthver hópafsláttur? Hvað er þetta stórt svæði?
Takk innilega fyrir :D
Kv.
Gummi
Ef að þetta gengur vel, og ég má fara og allt, þá kem ég definitely með frásögn hingað :D
Takk, takk
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir