Sælir litboltakappar.
Ég verð að lýsa reiði minni eftir paintballmótið í dag. Ég er nú ekki búinn að spila þetta oft en í dag var þriðja skiptið. Við vorum með nokkuð sterkt lið frá FSN og slátruðum við þessu þegar keppt var innbyrgðis í skólanum. Allavega í dag vorum við lengi í gagn og vorum orðnir nett pirraðir á okkur hvað hefði eiginlega skéð. Við spruttum síðan í gang, unnum 3 leiki en samt bara með 7 stig vegna þess að noobinn hjá okkur tók grímuna af sér inná vellinum þar sem merkjarinn sem hann leigði sér var gjörsamlega ekki að skjóta kúlunum, þar af leiðiandi 7 stig.
Þá kom að síðasta leiknum okkar á móti the mighty MS.
Þetta var einnig þeirra síðasti leikur og leikurinn fór þannig að þeir unnu á svindli. Ég var skotinn, fór útaf, þegar leikurinn er að verða búin sé ég að þeir voru gjörsamlega að valtra yfir MSinga og þeir streymdu útaf vellinum en þeir voru enþá með fánann og voru tveir eftir. Mínir menn voru fjórir að salla á einn gaurinn sem hleypur eins og mofo og var skotinn nokkrum sinnum en hleypur áfram. Hann hengir fánan á, dauður. Mínir keppnisóðu menn urðu brjálaðir því það var dæmt að hann hefði verið í lagi þegar hann hengdi fánann á, sem sagt skotinn eftirá. Hann vissi vel drengurinn að hann hefði verið skotinn.
Það voru 2 dómarar þarna, annar sagði að hann hefði verið í lagi en hinn sem var ekki með flautu en ætlaði samt að dæma hann dauðann sagði að hann hefði verið dauður þegar hann flaggaði.
Þetta virtust allir vita að hann hefði verið dauður en skrýtið að dómarar skildu ekki getað komist að samkomulagi um þetta. Þegar þeir mæta inná æfingarsvæði töluðum við við flaggarann úr hinu liðinu. Og hvað haldiði ? Gaurinn viðurkenndi þetta sjálfur að hann hefði verið dauður og sagðist bara hafa tekið þá ákvörðun að taka go for it. Þvílíkir helvítis hálfvitar sem svindla áþeim tíma sem það skiptir mest máli fyrir okkur og viðurkenna það síðan eftirá.
Þegar við töluðum við dómarann annan sem var ekki þarna sagði hann að dómurinn hafði verið endanlegur og ekki þýddi að rífast við dómarana. Ekki einu sinni þegar brotin eru viðurkennd eftirá? Við hefðum endað með fjóra sigra og 10 stig og komist áfram í úrslit hefði ekki verið fyrir þennan vaska MSing sem svindlaði og viðurkenndi brot sitt eftirá.
Það er skólanum ykkar til skammar að svindla svona og illa gert. Sjálfur vona ég bara að þessi gaur sofi illa í nótt og fái þetta einhvernveginn í bakið að svindla svona á okkur.
Put that in your pipe and smoke it.