Þetta er 15 ára gömul hönnun á merkjara, grunnurinn inni í þessari Bullpup skel er standard Automag :
http://www.airgun.com/museum/Automag.htmAutomag er hannaður og smíðaður af Tom Kaye, einum af upphafsmönnum litbolta og eini merkjaraframleiðandinn sem er enn er til frá fyrstu dögum litbolta.
Mjög sniðuð hönnun þar sem merkjarinn getur verið mjög lítill þar sem trigger mekaníkin, góður regulator, valve og bolt er allt í litla krómaða hylkinu þarna aftan á. En þeir eru ansi erfiðir að tjúna þá þannig að þeir choppi ekki kúluna.
Ég á einn svona sem ég keypti notaðan á 5000 kall frá Bretlandi. Virkar vel, ef maður skýtur ekki hraðar en 1 kúlu á sekúndu.
Tókuð þið eftir að hann lét ekki rippa almennilega…. nákvæmlega þess vegna.
En þá er til nýr bolti sem bætir úr því, kallaður level 10 bolt.
Með hurðina, þá virðist hún vera úr masoníti, sem er eiginlega bara pappamassi, eftir að hafa rispast og blotnað úr fyrstu kúlunum, þá er hún orðin lin og léleg.
Annað líka, hann var bara með 4 oz CO2 tanka, og var orðinn loftlaus eftir 40 - 50 skot.
kv,
Guðmann Bragi