Ég og nokkrir félagar mínir erum að spá í að fara að stunda þessa íþrótt af einhverju viti en áður en við förum út í þetta þurfum við að fá nokkrum spurningum svarað.
1. Hvað kostar að flytja inn merkjara? (Erum með pakka í huga sem er með merkjara og aukuhlutum innifalið og kostar sá pakki 30þús kr. Hvað gæti loka kostnaðurinn verið, væri fínt að fá einhverju hugmynd um það)
1,5. Hvernig er það með kúlur og áfyllingar á þrýstikútinn, sér maður sjálfur um það eða myndi félagið sjá um það að panta kúlur fyrir mann og svoleis?
2. Er ekki hægt að vera í LBFH en verið lið út frá félaginu?
3. Ef maður skiptir um félag fær maður ekki að færa merkjarann “sinn” yfir í það félag?
4. Hvar getur maður spilað. Er maður með aðgang að vellinum þegar hann er ekki í notkun, eða er til annað svæði sem maður getur æft sig á?
5. Hvernig er aðgangurinn að merkjaranum? Hann er víst í einhverri geymslu, sækir maður hana þangað og skilar henni svo strax og leikurinn er búinn eða við fyrsta tækifæri?