Sælir félagar,

Er almennt áhugi fyrir því að halda mót næstu helgi?

Ég hef ekki orðið var við annað en frekar dræmar undirtektir hjá þeim sem ég hef verið að tala við uppá síðkastið. Málið er að við sjáum ekki tilgang í því að vera að setja upp mót í Paintball með þeim tilkostnaði sem því fylgir ef áhugi er ekki til staðar.

Margir hafa verið að kvarta yfir því hvað væri dýrt að taka þátt í svona móti (3000 kall á mann, 15000 kall á lið). Þetta er startgjaldið á völlinn í Kópavogi ef að þið væruð að fara að spila venjulega. Mótið verður alla helgina og ef að þið eigið ekki ykkar eigin búnað þá býðst ykkur að leigja hann á 1000 kall. Þannig að fyrir 4000 kall + kúlur (7500 kassi með 2000 stk) getiði spilað alla helgina. Stefnan er líka að stór hluti skráningargjaldsins fari í vinningspott.

Ég er hættur að röfla núna en vill endilega fá svör við þessu hvort að menn hafi áhuga á að taka þátt í svona mótum.

Kveðja,

Xavie